Hlusta

Fyrsta konan til að vinna rapp­plötu árs­ins

11. febrúar, 2019 - 17:00

Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis
Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis

Grammy-verðlaunin voru haldin hátíðleg í nótt í Los Angeles borg. Hin geðþekka söngkona Alicia Keys var kynnir á hátíðinni í ár og stóð sig með einstakri prýði.

Um fátt annað hefur verið rætt á þessu blessaða ári en tilnefningar og tilvonandi sigurvegara Grammy-verðlaunanna en miklar deilur hafa blossað upp síðustu daga á milli listamanna sem áttu að koma fram og framleiðanda verðlaunahátíðarinnar. Til að mynda mætti söngkonan Ariana Grande ekki en hún hafði verið áberandi í kynningarefni hátíðarinnar, hún hlaut þó verðlaun fyrir plötuna sína Sweetener í flokki sunginna poppplatna (e. Vocal Pop Album).

Kántrí-söngkonan Kacey Musgraves hlaut svo aðalverðlaun kvöldins, plötu ársins, fyrir plötuna sína Golden Hour. Golden Hour hefur ekki selst mikið, einungis 131.000 eintök hafa selst sem telst lítið fyrir plötu ársins, en platan hlaut hinsvegar frábæra dóma. Hún endaði hátt á mörgum virtum árslistum og varð plata ársins hjá tæknirisanum Apple sem dæmi.

Rappkvendið Cardi B heldur áfram að skrifa söguna en hún er fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaun fyrir rappplötu ársins. Platan Invasion of Privacy sló í gegn og hefur náð tvöfaldri platínusölu í Bandaríkjunum. Eins varð Cardi B fyrsta rappkvendið til að ná lagi á topp bandaríska smáskífulistans Billboard Hot 100 síðan Lauryn Hill gerði það í lok tíunda áratugarins.

Rapparinn Childish Gambino náði einnig merkilegum áfanga en lagið hans This is America varð fyrsta rapplagið til að hljóta Grammy-verðaun sem lag ársins. Lagið vann alls fjögur verðlaun.

Hér eru niðurstöður úr helstu flokkum hátíðarinnar:

Plata ársins

“Golden Hour,” Kacey Musgraves

Lag ársins

“This Is America,” Childish Gambino

Lagasmíði ársins

“This Is America,” Childish Gambino

Nýliði ársins

Dua Lipa

Rappplata ársins

“Invasion of Privacy,” Cardi B

Rappflutningur ársins (jafntefli)

“King’s Dead,” Kendrick Lamar, Jay Rock, Future og James Blake

“Bubblin,” Anderson .Paak

Rapplag ársins

“God’s Plan,” Drake

Rappflutningur ársins, sungið og rappað

“This Is America,” Childish Gambino

R&B plata ársins

“H.E.R.,” H.E.R.

R&B lag ársins

“Boo’d Up,” Ella Mai

R&B flutningur ársins

“Best Part,” H.E.R. ásamt Daniel Caesar

Urban contemporary plata ársins

“Everything Is Love,” the Carters

Sungin poppplata ársins

“Sweetener,” Ariana Grande

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis
Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt